Macramé verk eftir Kötlu Marín Stefánsdóttur
Með macramé má búa til listaverk eða nytjahlut

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Hugarflug

Föstudagur 21. janúar 2022 - Miðvikudagur 30. mars 2022

Katla Marín Stefánsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði og macramé listakona sýnir verk sem unnin eru með macramé tækni. Vegghengi af ýmsum toga, stærðum og gerðum eru á sýningunni. Öll hanga þau á léttunnum aspargreinum úr íslenskri náttúru og eru hnýtt úr endurunninni bómull.

Með macramé eru þræðir hnýttir saman þannig að úr verður listaverk eða nýtanlegur hlutur.

Um er að ræða aldagamalt textílform sem hefur hlotið miklar vinsældir síðustu misseri. Macramé byggir á nokkrum grunnhnútum, en með þeim er hægt að hnýta allt frá einfaldri glasamottu upp í stór vegghengi með smáatriðum.

Macramé á sér langa sögu en listin á rætur sínar að rekja til Arabíu á 14. öld. Með macramé má hnýta hluti til að fegra heimili, svo sem vegghengi og blómahengi en einnig er hægt að hnýta hluti sem hafa tilgang og notagildi. Sá sem kann helstu grunnhnúta macramé eru allir vegir færir. Skemmtilegt er að leyfa hugmyndarfluginu að ráða för því möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Úr hnýtingarlistinni koma ekki aðeins falleg verk, því við hnýtingarnar fær hugurinn ró, núvitund og sköpunargleði.

Katla Marín mun einnig verða með sérstaka kynningu á macramé á handverkskaffi sunnudaginn 27. mars n.k. þar sem hún sýnir grunnhnútana og hvar sé best að byrja standi hugurinn til þess að læra að hnýta. 

Katla hefur kennt rúmlega 200 manns að hnýta á námskeiðum sínum og gefið út nokkrar uppskriftir. Listaverk hennar prýða mörg íslensk heimili, nokkra sumarbústaði og ýmis rými.

Heimasíða Heklu Marín

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar: 
Katrín Guðmundsdóttir 
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | s. 411.6250