Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Sýningar

Sýning | Handanheima

Miðvikudagur 23. júní 2021 - Föstudagur 27. ágúst 2021

Sýning Margrétar Jónsdóttur, Handanheima, er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spönginni. Sýningin er vörðuð í innsetningu sem inniheldur persónulega muni Margrétar og hluta af heimili hennar, sem hún flytur inní í sýningarrýmið.

Margrét vinnur með upplifanir, umhverfi, tilfinningar og reynslu sem umbreytast í myndmál. Það getur haft margvíslegar skírskotanir, bæði augljósar og faldar, sem síðan þróast út í eitthvað allt annað en stóð til í upphafi. Allt fléttast einhvern vegin saman, lag ofaná lag, sem mynda munstur og úr skítnum framkallast fegurðin.

Margrét er fædd í Reykjavík og hefur starfað óslitið að myndlist í rúm 50 ár. Meirihluta starfsævinnar hefur hún sinnt listkennslu, við grunnskóla, framhaldsskóla og Myndlistarskóla Kópavogs. Margrét hefur staðið fyrir vatnslitanámskeiðum í Frakklandi, hún hefur unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Margrét lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands í frjálsri myndlist og grafískri hönnun. Mastersnám stundaði hún við Central Saint Martin's College of Art, síðar stundaði hún framhaldsnám við Kennaraháskóla Íslands.

Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún var ein af stofnendum Gallery Suðurgötu 7, sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún var einnig einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna og SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu listasafna landsins, hún hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Margrét er meðlimur í FÍM, Íslenskri grafík, SÍM og Nýlistasafninu og hún er heiðursfélagi FÍMK.

Meira um Margréti:
Heimasíða
Instagram
arkiv.is

Sýningin er opin á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19 og fös 11-18.

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
Katrin.Gudmundsdottir@reykjavik.is