Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Góðgresi

Fimmtudagur 12. maí 2022 - Föstudagur 1. júlí 2022

Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður sýnir myndir þar sem fíflar og sóleyjar fá að njóta sín.

Kristín fangar fegurð plantnanna sem oft á tíðum eru taldar til óþurftar og nefndar illgresi. Í margra huga boða þær þó komu vorsins.

Kristín teiknar og málar með vatnslitum og þurrkrít. Klippimyndir gerir hún gjarnan og notar þá jafnvel vatnslitapappír sem hún hefur málað áður og notar hún þá tækni við gerð verkanna á sýningunni. Kristín hefur samið barnabækur um Arngrím apaskott sem hún myndskreytir líka. Enn fremur hefur hún myndskreytt bækur annarra.

Kristín útskrifaðist 1986 úr teiknikennaradeild og grafíkdeild í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór síðar í framhaldsnám í myndlist við Falmouth College of Arts og Kent Institute of Art and Design, Canterbury og lauk þaðan mastersprófi. Hún stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands. Kristín hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Myndir Kristínar eru til leigu og sölu í Artóteki Borgarbókasafnsins.