glóandi gull anna jóna
Glóandi gull, Anna Jóna Hauksdóttir

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar

Sýning | Glóandi gull

Laugardagur 7. september 2024 - Laugardagur 5. október 2024

Anna Jóna Hauksdóttir starfaði lengst af sem leikskólakennari og fléttaði gjarnan hvers kyns myndlist og föndri inn í starfið með börnunum.

Form, litir, áferð og jafnvægi í því sem hún sér hefur heillað hana, jafnt innan dyra sem úti í náttúrunni. Eftir að hún fór nýlega á námskeið í málun  uppgötvaði hún eiginleika olíulitanna og hvernig ákveðnir töfrar eiga sér stað í meðferð þeirra. Myndlistariðkunin veitir henni mikla gleði og innri ró, vinnan við verkin tekur tíma en sá tími fer líka í að tengjast verkunum og allt gengur upp að lokum.

Gullni liturinn hrífur Önnu Jónu æ meira og hefur hún gaman af að bæta honum inn á verk sín, sem gefur þeim glæslegan og ævintýralegan blæ.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Glóandi gull á Borgarbókasafninu í Spönginni, laugardaginn 7. september kl. 14.

Anna Jóna á Instagram

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veita:
Anna Jóna Hauksdóttir
ajh@centrum.is | 898 8574

Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230