litrík mynd af húsi, Gía
Verk eftir Gíu, Gígju Thoroddsen

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Gleðin

Fimmtudagur 10. desember 2020 - Laugardagur 30. janúar 2021

Gía, eins og Gígja Guðfinna Thoroddsen kallar sig, sýnir glænýjar og eldri myndir af fólki og hugmyndum, myndir sem hún vill að gleðji sýningargesti og bregði birtu á vetrarmyrkrið.

Verk Gíu hafa sterka skírskotun í listasöguna, samtímann og samfélagið og sem listamaður er hún í stöðugri þróun hvað varðar myndefni, efnisval og nálgun. Mörg verka hennar byggja á kvenlegri reynslu hennar og reynslu sem notandi geðheilbrigðiskerfisins.

Gía stundaði myndlistarnám hjá Hringi Jóhannessyni og hefur sótt námskeið hérlendis og erlendis. Gía hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, hún var listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra árið 2017 og helt stóra einkasýningu á Safnasafninu árið 2016.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fös 12-17 og lau 11-16.

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is