Listaverk eftir starfsfólk í Ási
Listaverk eftir starfsfólk í Ási

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Þriðjudagur 24. september 2024 - Sunnudagur 5. janúar 2025

Sýning á listaverkum eftir starfsfólk í Ási vinnustofu.

Sýningaropnun þriðjudaginn 24. september kl. 14. 

Í Ási er lögð áhersla á að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum hvers og eins með það að leiðarljósi að „enginn geti allt en allir geti eitthvað“.

Listsköpun skipar stóran sess í Ási, til að mynda er unnið með ull og leir, með aðferðum sem miða að því að öll fái tækifæri til að taka þátt. Þessi aðferðarfræði hefur hjálpað mörgum við að þróa áfram sína listsköpun.

Verkin sem sýnd verða á sýningunni er afrakstur þeirra vinnu.

Auk listsköpunar fer fram margskonar annað starf í Ási. Þar eru bæði saumastofa og smíðastofa (Smíkó) og unnið er við ýmiskonar pökkun og fleiri verkefnum fyrir stofnanir og fyrirtæki. 

Áhugasöm geta keypt verk á sýningunni í gegnum verslun Áss í Ögurhvarfi 6, sími 414 0500, textill@styrktarfelag.is 

 

Auðlesinn texti:

Á sýningunni eru listaverk eftir starfsfólk í Ási vinnustofu.

Í Ási vinnustofu vinnur fólk með fötlun undir slag-orðinu „enginn getur allt en allir geta eitthvað“.

Í Ási vinnustofu er unnið með til dæmis ull og leir í listsköpun. Öll sem hafa áhuga fá að taka þátt í að búa til listaverk.

Ef fólk vill kaupa listaverk af sýningunni þá er hægt að koma í verslunina í Ögurhvarfi 6, sími 414 0500, textill@styrktarfelag.is 

 

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veita: 

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250


Ás styrktarfélag
textill@styrktarfelag.is | 414-0500
Heimasíða
Facebook