Endurkast, Camilla Reuter
Endurkast, Camilla Reuter

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Sýningar

Sýning | Endurkast

Fimmtudagur 3. mars 2022 - Fimmtudagur 31. mars 2022

Camilla Reuter sýnir olíumálverk.

Skilgreiningin á orðinu endurkast er „þegar hlutir eða hvers konar yfirborð varpar til baka ljósi, hita eða hljóði án þess að gleypa það í sig“. Á sýningunni endurkastast myndir af líkömum á striga á draumkenndan hátt sem býður áhorfandanum að njóta fagurfræðilegrar upplifunar lita, forms og samsetningar. Í málverkunum eru litir í fyrirrúmi við að tjá tilfinningar í gegnum líkamann. Hreyfingar og hlutfirring endurkasta veruleikanum og grípa frumspekilegan kjarna líkamlegra vídda okkar.

 

Camilla Reuter er listamaður af finnskum uppruna sem útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ árið 2017.  Hún vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Í sköpunarferlinu segist hún leita myndrænna lausna til að tjá og samræma takt, liti og form.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-19, fös kl. 11-18 og lau kl. 11-16.

 

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is