Ljósmynd eftir Hrönn Axelsdóttur
Hrönn Axelsdóttir sýnir ljósmyndir

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Brooklyn

Laugardagur 29. janúar 2022 - Laugardagur 26. febrúar 2022

Hrönn Axelsdóttir ljósmyndari sýnir í fyrsta sinn myndaseríu í svart/hvítu frá heimaslóðum sínum í Brooklyn, New York um síðustu aldamót. Hún bjó þá í hverfi sem er á mörkum Park Slope og Prospect Hights, þar sem fjölbreytileiki mannlífsins blómstrar.  Hrönn tók myndirnar fyrir framan innganginn á fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Myndatakan spannaði 12 klukkustundir, vegfarendur sem gengu framhjá húsinu voru beðnir um að sitja fyrir og ein mynd tekin, stundum af einstaklingum, stundum litlum hópum, hver og einn réði því hvernig hann stillti sér upp. Við hverja töku var skráð tímasetning, nöfn fyrirsætanna og stundum aðsetur.

Hrönn lærði ljósmyndun við Rochester Institute of Technology í New York fylki. Hún hefur haldið einkasýningar bæði hér á Íslandi, Bandaríkjunum svo og í Mexíkó. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda hópsýninga

 

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins.

Viðburðurinn á facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is