Bókverk Sigurborgar Stefánsdóttur
Bókverk Sigurborgar Stefánsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Bókverk Sigurborgar Stefánsdóttur

Fimmtudagur 20. janúar 2022 - Sunnudagur 20. febrúar 2022

Á sýningunni gefur að líta nokkur af nýlegum bókverkum Sigurborgar Stefánsdóttur, en hún hefur fengist við bókverkagerð ásamt málverki í liðlega 30 ár.

Bókverkin eru af ýmsum toga, bæði einstök verk og nokkur prentuð í fleiri eintökum. Sigurborg beitir fjölbreyttum aðferðum við bókagerðina, svo sem eins og klippitækni, teikningum, málun, útskurði og ljósmyndum. Sumar bókanna innihalda texta, sem stundum hefur pólitískar skírskotanir, en oft aðeins fagurfræðilegar eða fáránlegar. 

Sigurborg nam myndlist við Skolen for Brugskunst - Danmarks designskole í Kaupmannahöfn (nú KADK) 1982-1987 og útskrifaðist frá teikni- og grafíkdeild skólans, eftir m.a eitt ár við textíldeild skólans. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Mexíkó. Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist, bæði málverk og bókverk. Sigurborg hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga. 

Viðburðurinn á Facebook
Heimasíða Sigurborgar

Nánari upplýsingar:

Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is
S. 6912946

Sigurborg Stefánsdóttir
sigurborgst@hotmail, com
S. 8959025