Augnsamband, Anna Gunnlaugsdóttir
Augnsamband, Anna Gunnlaugsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Augnsamband

Fimmtudagur 4. mars 2021 - Fimmtudagur 15. apríl 2021

Sýning Önnu Gunnlaugsdóttur á andlitsmyndum fjallar um sjálfsskoðun og speglun á sammannlegt eðli í fjölbreytileika litrófsins.

*Anna verður með sýningarspjall laugardaginn 20. mars kl. 14:00 - öll velkomin!*

Að ná augnsambandi við spegil huga og sálar er mismunandi áskorun fyrir hvern og einn. Hún getur falist í meðvitaðri skoðun á viðbrögðum við ytri aðstæðum, en getur líka verið ómeðvituð og ekki komið í ljós fyrr en síðar.

Verkin eru flest unnin á þessum fordæmalausu tímum heimsfaraldurs og Anna nálgast ásjónu faraldursins í gegnum andlit máluð á striga og pappír. Andlitsmyndirnar vísa í innra ástand okkar við áreiti umhverfisins í breyttri samfélagsmynd á tímum veirunnar, þar sem einangrun, kvíði og óöryggi ráða ferðinni, en þar ríkir líka ákveðinn friður í einfaldari dagskipan.  

Anna Gunnlaugsdóttir er listmálari og sjálfsmynd konunnar hefur verið megin umfjöllunarefni hennar á meira en 40 listferli. Inntak listsköpunar hennar eru ýmis blæbrigði mannlegra þátta einstaklingsins í samfélagi nútímans. Hún leitast við að túlka innri baráttu manneskjunnar til að sættast við sjálfa sig og vera sú sem hún er. Anna hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í ýmsum samsýningum, hér heima og erlendis. Hún lauk námi frá málaradeild MHÍ 1978. Anna dvaldi í París einn vetur við Ecole des Beaux-Arts 1978-79. Hún auk námi í grafískri hönnun við MHÍ 1983 og kennslufræði við LHí 2006.

Vefsíða Önnu

Facebooksíða Önnu

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar fimmtudaginn 4. mars kl. 17:00!

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is