Af jörðu ertu, Gegga (Helga Birgisdóttir)
Af jörðu ertu, Gegga (Helga Birgisdóttir)

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Af jörðu ertu

Laugardagur 26. september 2020 - Laugardagur 31. október 2020

Ekki þarf að skrá þátttöku á þennan viðburð en sóttvarnarreglum er fylgt í hvívetna.

Leir og litir leika á striga í málverkum Geggu (Helgu Birgisdóttur). Ástríðan fyrir lífinu, sköpun þess og mystíkinni er innblástur verkanna. Hún veltir upp spurningum sem engin lifandi vera getur svarað en svo margir vilja vita;  Hver erum við? Hvaðan komum við? Hvert förum við. . . ef eitthvert?

Móðir Jörð er okkar staður hér og nú. Hún býður upp á óendanlegar allsnægtir og næringu öllum til handa. Virðing og vitund um að við erum hluti af náttúrunni eru forsendur þess að allsnægtirnar endist. Ekkert barn ræðst á móður sína á meðan brjóstið nærir það.  Engin móðir nær með tærnar þangað sem þessi heilaga móðir hefur hælana.

Gegga er með BA próf úr leirlistadeild LHI og hér notar hún leirinn á óvenjulegan hátt – beint úr jörðu á strigann, ásamt akrýllitum og fleiru sem fellur til.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.

Gegga er hér: www.gegga.is, www.smiler.is.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

 

Bækur og annað efni