SamSuða
SamSuða

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar

SamSuða | Stefnumót listamanna

Miðvikudagur 4. ágúst 2021 - Fimmtudagur 30. september 2021

Í tilefni Hinsegin daga velur rithöfundurinn Guðjón Ragnar Jónasson nokkur verk úr Artótekinu, skrifar texta um hvert og eitt og saman myndar þetta sýningu sem opnar miðvikudaginn 3. ágúst kl. 17:30. Sýningin stendur til 30. september.

Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: 
Hlynur Helgason
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Hulda Vilhjálmsdóttir
Jón Magnússon

SamSuða er yfirskrift sýningarraðar í Borgarbókasafninu Kringlunni. SamSuða er stefnumót skapandi einstaklinga þar sem skáld, velja verk úr Artóteki Borgarbókasafns og skrifa um þau stuttan texta. Verkin geta verið eftir einn og sama listamanninn eða blanda af verkum eftir ýmsa.  Úr þessu verður hálfgerð SamSuða sem sett er upp á sýningu.

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistamanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna notendum Borgarbókasafns og öðrum íslenska samtímalist og gefa þeim kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni