Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Sýningar

Private Stories – Public Places

Föstudagur 8. apríl 2022 - Mánudagur 11. apríl 2022

Guðný Sara Birgisdóttir sýnir textílverk sem kalla mætti afbyggða bók úr sögum notenda bókasafnsins af ólíklegasta fólki á óvæntum mótum í almenningsrýmum.

Opnun sýningarinnar Private Stories – Public Places er föstudaginn 8. apríl kl. 17:00 í Hringnum í Grófinni.

Verkið tengir sögur sem fólk deildi með Guðnýju á bókasafninu í Grófinni í febrúar 2022 í hennar eigin Stofu á bókasafninu. Guðný safnaði sögunum saman. Sumir teiknuðu litla mynd út frá sögunni sinni og eru þær einnig nýttar í verkinu. Hún rannsakaði einnig áhrif þessa óvæntu móta, allt frá því hvernig börn og hundar geta veitt öryggi innan rýmis til djúpstæðari merkinga og áhrifa þegar þær eru sagðar upphátt eða endurteknar löngu síðar.

Verkið er eingöngu gert úr efnivið sem nýttur er til bókbands og úr verður textílverk sem kalla mætti afbyggða bók. Verkið sýnir orð, setningar og myndir þeirra sagna sem gestir deildu með Guðnýju og saman eru þessir þættir þræddir í grisjuna og skapa samtvinnaða heild sem opnar á nýjar túlkanir og sögur.

Sýning á Facebook


Efni: Buckram, grisja, hör, kjölkragi, þráður

Guðný Sara Birgisdóttir (1993) lauk BA prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2018 og hefur MA gráðu frá hönnunardeild sama skóla. Guðný vinnur með innsetningar, tvívíð verk, videó- og hljóðverk og hefur lagt áherslu á rannsóknir og getgátuhönnun byggða á niðurstöðum. Guðný skoðar umhverfi mannsins, frásagnir, framleiðsluferla og efnisnotkun, og vinnur með líkamleg og tilfinningaleg rými, en markmið hennar er að búa til umhverfi sem vekja samræður um alþjóðleg og staðbundin viðfangsefni. Guðný útskrifast sem listkennari frá Listaháskóla Íslands vorið 2022.

Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is