plakATH!
plakATH!

Um þennan viðburð

Tími
17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar
Velkomin

Sýning | plakATH!

Fimmtudagur 27. febrúar 2020 - Sunnudagur 29. mars 2020

Vinsamlegast athugið að sýningin er lokuð á meðan á samkomubanni stendur.

Borg er alltaf eitthvað annað og meira en þéttbýli. Hún býr yfir fjölbreyttum lifnaðarháttum og búsetu, sem ómögulegt er að njörva niður í eitt form. Reykjavík er skerjagarður smábæja, sem við eigum leið hjá á hverjum degi. Bæir sem eru okkur huldir, þar sem við lifum og hrærumst í heimi einstaklingsmiðaðra auglýsinga. Almannarýmið er fullt af sjónrænum hvötum sem miða að því að fá okkur til þess að neyta. Hvers kyns varnings. 

En stundum getum við komið auga á mynd – útundan okkur á hraðferð, eða með sjálfri miðju lithimnunnar á meðan við bíðum eftir vini– mynd sem er óvenjuleg og ekki gerð til þess að stýra hegðun okkar. Á vegg, á kaffihúsi, í bíó… 

Slík mynd getur orðið fyrsta skrefið í átt til þess að uppgötva nýjan bæ. Bæ, þar sem baráttufólk tekur sér tíma til þess að búa til rými þar sem allir eru velkomnir og öruggir, þar sem hægt er að ræða hugmyndir um betri heim, deila mat og tónlist. 

Natka Klimowicz er teiknari og veggspjaldahönnuður. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Poznań í Póllandi með gráðu í grafískri hönnun og prenti. Hún býr nú og starfar í Reykjavík, þar sem hún hefur hannað veggspjöld fyrir Andrými – Róttækt félagsrými, Róttæka sumarháskólann, útgáfufyrirtækið post-dreifing auk fleiri félaga og tónlistarfólks. Nánari upplýsingar um Natka og verk hennar er að finna á Kosmonatka

Wazy Lizard er afslöppuð galdraskepna sem magnar upp rokgjarna tóngaldra til að búa til síbreytilegan en mótsagnalausan hljóðheim. Höfugur gítar, klarínettniður, tvísöngur og önnur hljóð fléttast saman til að búa til friðsælt umhverfi sem leyfir huganum að reika inn á við.

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar um sýninguna:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is
s. 6912946

Natka Klimowicz
klimowicz.nat@gmail.com