Háfjalla myndin eftir Daða Guðbjörnsson
Háfjalla myndin eftir Daða Guðbjörnsson

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Naglinn | Háfjalla myndin

Fimmtudagur 4. janúar 2024 - Mánudagur 4. mars 2024

Nýtt listaverk er nú til sýnis á Naglanum á Borgarbókasafninu Sólheimum. Verkið nefnist Háfjalla myndin og er eftir Daða Guðbjörnsson, verkið er málað með olíu á striga. Anna Guðrún Bjarnadóttir starfsmaður í Kringlu- og Sólheimasafni valdi verkið að þessu sinni. Naglinn er heitið á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum, þar sem hver sýning samanstendur af einu listaverki sem eru öll fengin að láni úr Artótekinu og er þetta 19. sýningin í röðinni.

 

Daði Guðbjörnsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Daði hefur lengi fengist við myndlist og hafa verk hans verið víða til sýnis. Daði nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Rijksakademi van Beldende Kunsten í Amsterdam ásamt því að klára sveinspróf í húsgagnasmíði. Þó svo að Daði hafi aðallega unnið að list sinni hefur Daði sinnt ýmsum verkefnum í gegnum tíðina, meðal annars gegndi hann starfi leiðbeinanda við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við Myndlistaskólann í Reykjavík, þá hefur hann einnig komið að gerð bókverka og bókaskreytinga, gert leikmynd fyrir Íslensku óperuna og verið formaður Félags íslenskra myndlistarmanna. Listaverk Daða hefur haldið fjölda einkasýninga, aðallega á Íslandi en einnig erlendis, þá má einnig finna verk hans á helstu listasöfnum landsins.

 

Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það, en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Hægt er að leigja verkið á 6.000 kr. á mánuði eða kaupa á 185.000 kr.

 

Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið bendum við á heimasíðu Artóteksins: https://artotek.is/


Nánari upplýsingar veita:

Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112