Snædís Ósk Egilsdóttir
Snædís Ósk Egilsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

List án landamæra | Myndlistarsýning

Miðvikudagur 27. október 2021 - Sunnudagur 7. nóvember 2021


Fagradalsfjall gæti gosið í eina viku eða hundrað ár í viðbót

Jörð skelfur og roði sést yfir Keili frá höfuðborgarsvæðinu. Hraunbreiðurnar munu safna mosa og blandast saumlaust inn í hraunlögin sem voru þar fyrir. Eldfjöllin sýna okkur í senn hvað jörðin er gömul en einnig hvað hún er síbreytileg og ung.

Á sýningunni Í eina viku eða hundrað ár birtast eldgos gestum í fjölbreyttri mynd enda eldvirkni ofarlega í huga listamannanna eftir að hafa sett mark sitt á Ísland, íbúa þess og gesti undanfarna mánuði. Listamenn sýningarinnar leitast við að tjá orku og litadýrð eldfjalla en jafnframt er hver mynd vitnisburður um þau miklu tilfinningalegu áhrif sem eldgos hafa á mannkynið.

Sýningin er á fyrstu og annari hæð safnsins.

Elva Björk Jónsdóttir - textílverk

Listahátíðin List án landamæra var fyrst haldin árið 2003, á Evrópuári fatlaðra, og hefur verið haldin árlega síðan. Hún eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks en einnig er markmiðið hennar að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga innan allra listforma.

Viðburðir hátíðarinnar eru fjölmargir og haldnir víða um höfuðborgarsvæðið.

Facebookviðburður

List án landamæra
 

Nánari upplýsingar veitir:
Jóhanna Ásgeirsdóttir
info@listin.is | s: 691- 8756