litrík hús úr endurunnum efnum
litrík hús úr endurunnum efnum

Um þennan viðburð

Tími
14:15
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Húsabyggð 2021

Föstudagur 2. júlí 2021 - Föstudagur 6. ágúst 2021

Börnin á frístundaheimilinu Kastala í Húsaskóla hafa í vetur búið til falleg hús sem nú eru til sýnis. 

Verkefnið er samstarfsverkefni milli frístundaheimilisins Kastala við Húsaskóla, Hjúkrunarheimilisins Eirar og Borgarbókasafnsins Spönginni.

Húsin eru í grunnin búin til úr plastílátum, pappahólkum og öðru sem til fellur og síðan þekja börnin húsið með pappamassa. Pappamassinn er búinn til úr eggjabökkum sem hjúkrunarheimilið Eir safnar saman fyrir verkefnið. Börnin mála síðan húsin og skreyta að vild og má glögglega sjá að persónulegur smekkur hvers barns hefur fengið að njóta sín til fullnustu. Húsin eru sem ævintýri, litrík og nostursamlega unnin.

Signý Björk Ólafsdóttir frístundaleiðbeinandi í frístundaheimilinu Kastala hefur stýrt verkefninu.

Nöfn listamannanna:

Alísa Tertyshna, Alexander Úlfur Bragason, Antonia Petronela Zmidzinska, Eddi Leó Viktorsson, Hafdís Arna Gunnarsdóttir, Hanna Elísabet Hákonardóttir, Herdís Daðadóttir, Iðunn Ingólfsdóttir, Jökull Logi Birkisson, Rafael Lár Magnússon, Sara Björk Eikríksdóttir, Sigríður Fanney Símonardóttir, Viktoría Sól Hjörleifsdóttir og Vanessa Orlova.

Allir velkomnir.