Um þennan viðburð

Tími
15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar
Tónlist

Hljóðinnsetning | Lóðrétt hljómekra

Sunnudagur 25. janúar 2026 - Sunnudagur 8. febrúar 2026

Staðsetning: Stigahús

Velkomin á opnunina  25.janúar kl. 15:00-17:00 

Lóðrétt hljómekra er fjölrása hljóðinnsetning fyrir hátalara og söngskálar sem staðsett er í stigahúsi Grófarhúss. Hljóðinnsetningin teygir sig yfir allan stigaganginn og myndar hljóðrænar tengingar á milli hæða hússins. Hlustendur fá tækifæri á að upplifa rýmið á nýjan hátt, í formi lóðréttrar hljómekru, sem býður gestum sínum til einstakrar nærveru og djúprar hlustunar. Yfir sýningartímann er innsetningin virkjuð með lifandi flutningi á eftirfarandi tímum:

-  Sunnudaginn  25. janúar klukkan  15:00-15:30 

- Föstudaginn  23. janúar klukkan 15:00-15:30 

- Sunnudaginn 1.febrúar  klukkan  15:00-15:30 

- Sunnudaginn 8.febrúar klukkan  15:00-15:30  

Verkefnið var styrkt af KODA Kultur og OpenDays-hátíðinni.

Jesper Pedersen er tónskáld, hljóðlistamaður og kennari sem sérhæfir sig í hljóðgervlum, rafmiðlum og tilraunatónlist. Hann kennir nýmiðlatónsmíðar við Listaháskóla Íslands og hefur komið víða fram með eigin verkum sem og í samstarfi við aðra listamenn. Verk hans kanna tengsl milli tækni, rýmis og skynjunar og skapa einstaka hljóðupplifun fyrir áhorfendur.

Innsetningin er hluti af Myrkum Músíkdögum.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, verkefnastjóri

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145