Khairkhan is an Inner Mongolian musician

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Enska
Fræðsla
Spjall og umræður
Tónlist

Tónleikar og fyrirlestur | Þjóðlög og barkasöngur frá Mongólíu

Sunnudagur 1. febrúar 2026

Khairkhan mun spila á þjóðleg hljóðfæri og syngja mongólskan barkasöng í Grófinni.

Khairkhan er tónlistarmaður frá austurhluta Innri-Mongólíu, af Khorqin-ættbálknum, en er nú búsettur í Reykjavík. Hann ólst upp í hinu fræga Khorchin-graslendi sem ríkt er af þjóðlagatónlist og sögum. Hann mun spila fyrir okkur, ásamt því að sýna okkur og segja frá þjóðlegum mongólskum hljóðfærum. Einnig mun hann kenna okkur grunnatriði í mongólskum barkasöng!

Khairkhan leggur áherslu á hefðbundin mongólsk hljóðfæri eins og morin khuur, tsuur og tovshuur, en einnig mongólskan barkasöng sem er eitt af hans aðalsmerkjum. Þjóðlagatónlistin sem hann flytur er að mestu frá Khorchin-héraði, þaðan sem mikið af mongólskri þjóðlagatónlist er upprunnin.

Sem hirðingi 21. aldarinnar, búsettur í borginni, vinnur Khairkhan þessa dagana að því að skapa nýja hugmynd um tilraunakennda mongólska þjóðlagatónlist, þar sem markmiðið er að halda í ræturnar sem hafa gengið í arf í gegnum aldirnar, en á nútímalegan hátt.

 

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100