maður spilar á harmóníku
ljósm. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Fólk í Fókus

Fimmtudagur 4. júní 2020 - Föstudagur 3. júlí 2020

Fókus - félag áhugaljósmyndara fagnar um þessar mundir tuttugasta starfsári sínu og heldur af því tilefni ljósmyndasýningu í Spönginni. Félagar eru á annað hundrað talsins með fjölbreytileg áhugamál, því var ákveðið að hafa vítt þema sem hver gat unnið með að vild, fólk.

Sumir kjósa að taka portrettmyndir í stúdíói, aðrir sýna samspil manns og náttúru þar sem maðurinn er smár og viðkvæmur, enn aðrir fara út og mynda mannlíf á strætum og torgum.

Afraksturinn getur að líta á sýningunni, hver félagi nálgast sína list á sinn hátt og má því búast við fjölbreyttiri flóru mynda.

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar á bókasafninu í Spöngini 41, fimmtudaginn 4. júní kl. 17! Sýningin verður svo opin á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-19, fös kl. 11-19.

Nánar um Fókus og blómlega starfsemi félagsins hér: https://www.fokusfelag.is/