
Um þennan viðburð
Artótek | Naglinn: Gos
Málverk úr olíulitum og eldfjallaösku eftir Guðmundu Kristinsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í mars og apríl. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.
Bjarni Sigurbjörnsson segir um Guðmundu: „Umbrot og óstöðugleiki, djörf litabeiting í bland við ábúðarmikla áferð skapa málverk sem kalla fram í hugann hraun, eldgos, jökla, grimmt hafið eða þrumandi himin. Efnisnotkun Guðmundu er áhugaverð fyrir frumlega útfærslu óvanalegra efna sem blandað er í olíulitinn, allt frá ösku til pappírs. Þetta eru umbúðalaus, kröftug verk sem krefjast þess sama af áhorfandanum." Auður Inga, deildarbókavörður í Sólheimum, valdi verkið að þessu sinni.
Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 9. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja, úr Artótekinu, hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.
Verkið er hægt að leigja á 10.000 kr. á mánuði eða kaupa á 360.000 kr.
Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is
Frekari upplýsingar veita:
Magnús Örn Thorlacius
magnus.orn.thorlacius@reykjavik.is | s. 411 6160
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112
Sjá viðburð á Facebook
Opnunartími á Borgarbókasafninu Sólheimum