Sýning Reynis Vilhjálmssonar
Elliðaárnar, rafstöðin, stíflan og Árbæjarlónið er þema sýningarinnar.

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Árbæjarlónið sem var | Sýning Reynis Vilhjálmssonar

Þriðjudagur 22. júní 2021 - Mánudagur 30. ágúst 2021

Leiðsögn verður um sýninguna fimmtudaginn 12. ágúst kl. 17 - 19.

Elliðaárnar, rafstöðin, stíflan og Árbæjarlónið er þema sýningar Reynis Vilhjálmssonar á vatnslitaverkum í sumar. Reynir hefur búið í Árbæ í 53 ár, lengst af i Fagrabæ á bakka Árbæjarlóns. Tæming Árbæjarlóns til frambúðar haustið 2020 var kveikjan að sýningunni.

Reynir er landslagsarkitekt og starfaði að hönnun og skipulagsmálum, allan sinn feril með blýant í hendinni. Dæmi um skipulagsverkefni sem Reynir hefur komið að á löngum ferli eru: Skipulag Árbæjarhverfis, heildarskipulag Elliðaárdals, umhverfi Rafstöðvarinnar, athafnasvæði hestamanna á Víðivöllum. Allt verkefni unnin fyrir og í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Reynir hefur alla tíð teiknað á ferðum sínum um landið og heiminn. Vatnslitaferillinn hófst eftir starfslok, fyrir um 10 árum. Frá árinu 2013 hefur Reynir sótt námskeið í vatnslitun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og notið þar tilsagnar margra frábærra kennara.

Reynir er félagsmaður í Vatnslitafélagi Íslands og hefur tekið þátt í samsýningum á vegum þess. Einnig hélt hann einkasýningu árið 2019 í Herhúsinu á Siglufirði.

Árið 2004 var haldið sjónþing í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi tileinkað Reyni og samtímis sýning á verkum hans.

Nánari upplýsingar veita:

Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
Borgarbókasafnið Árbæ | sími 411 6250

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt
reynir@landslag.is  | sími 820 5302

Bækur og annað efni