Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Sýningar
Ungmenni

AFLÝST: OKið á hönnunarmars | Opið hús fyrir alla!

Föstudagur 26. júní 2020

Þessum viðburði hefur verið aflýst. 

Í tilefni af Hönnunarmars bjóðum við öllum í opið hús í OKinu en venjulega er rýmið aðeins opið 11-16 ára ungmennum. Boðið verður upp á hreyfimyndasmiðju, hægt verður að spila ýmis borðspil og til sýnis verður afrakstur Bolahönnunarsmiðju sem fram fer tveimur dögum áður. Við hvetjum áhugasama til að líta við og skoða sig um í OKinu. 

OKið er nýtt ungmennarými  í Gerðubergi og er tilraunaverkefni Borgarbókasafnins árið 2020. OKið er styrkt af Barnamenningarsjóði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Okið er þróað með virkri þátttöku ungmenna í Breiðholti þar sem þau fá tækifæri til að sjá sínar eigin hugmyndir verða að veruleika og verður rýmið í stöðugri þróun og í raun ein stór frumgerð að mögulegu framtíðarbókasafni fyrir ungt fólk. Hönnuðir sköpuðu rýmið eftir viðtöl við krakkana í hverfinu og útfærðu það með þarfir og óskir krakkana að leiðarljósi.


Frekari upplýsingar veitir: 
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
661-6178

 

Merki