Kynningarmynd spilsins B.eyja

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 13:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Spjall og umræður

Spilum og spjöllum á íslensku | B.eyja prófuð

Laugardagur 13. nóvember 2021

Ertu að læra íslensku? Hefur þú áhuga á að prófa nýtt borðspil fyrir fólk sem langar að bæta sig í íslensku og hafa gaman á meðan?

Fan Sissoko og Helen Cova hafa þróað nýjan leik í kringum íslenskunám í samstarfi við málfræðinga og íslenskukennara. Þeim langar að bjóða notendum að prófa leikinn með sér á bókasafninu í Grófinni. Við munum svo ræða saman um hvað okkur fannst virka vel eða mega vera öðruvísi til að bæta upplifunina. Fan mun svo taka tillit til þess við þróun borðspilsins.

Öll velkomin en skráning er nauðsynleg. Einungis er pláss fyrir 20 þátttakendur. Hægt er að skrá sig hér að neðan.

Einstaklingar sem hafa sérstakan áhuga á þróun borðspila eru hvött til að koma, en fyrst og fremst eru áhugi og forvitni skilyrði fyrir þátttöku ásamt grunnþekkingu í íslensku. Spilið sjálft verður kynnt á ensku og er hugsað fyrir notendur sem kunna smá íslensku og vilja bæta sig.

Viðburður á Facebook.

Upplýsingar um borðspilið:
Fan Sissoko
Leikjahönnuður
fansissoko@gmail.com

Upplýsingar um viðburðinn veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjórn | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is