Café Lingua - Orðaleikir

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Orðaleikir

Laugardagur 12. júní 2021

Staðsetning viðburðar: Torgið, jarðhæð.
Langar þig að æfa íslenskuna þína og hafa gaman í leiðinni? Við ætlum að spila ýmsa orða- og tungumálaleiki í léttu og vinalegu andrúmslofti.

Hildur Loftsdóttir, rithöfundur, kennari og blaðamaður hefur umsjón með viðburðinum. Hildur hefur búið til lengri tíma í fjórum löndum og elskar tungumál. Hún hefur kennt íslensku í 9 ár. Fyrst í nokkur ár í New York, en núna í Dósaverksmiðjunni í Reykjavík. Hún hefur líka búið til heimildarmynd, kennt listir og prjónaskap, skipulagt menningarhátíð, en lengst af verið blaðamaður á Morgunblaðinu.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is