Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 18:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Ný menningarstefna Reykjavíkurborgar | Torgið

Mánudagur 16. ágúst 2021

Spennt fyrir nýju menningarstefnunni? Viltu ræða suðupotta, hornsteina og ævilanga inngildingu, eins og þau birtast í drögum að nýrri menningarstefnu borgarbúa?

Á Betri Reykjavík stendur yfir stafrænt samráð um nýja menningarstefnu Reykjavíkur.

Við bjóðum upp á opið rými þar sem hægt er að kynna sér drög að nýju menningarstefnu Reykjavíkurborgar og ræða við aðra á svæðinu hverju mætti bæta við og breyta. 

Hér má finna drög að nýju stefnunni sem mun gilda til ársins 2030. Þar kemur meðal annars fram að  allir íbúar eigi að hafa jöfn tækifæri til þess að njóta lista og menningar, bæði sem þátttakendur í listsköpun og sem neytendur lista. Lista- og menningarlíf borgarinnar skal ekki vera einsleitt heldur endurspegla hið fjölbreytta mannlíf borgarinnar.

Langar þig að ræða þessa þróun? Hvernig snýr þetta að þér? 

Á bókasafninu sköpum við stað fyrir samtalið og erum opin fyrir nýjum hugmyndum

 

Umræðunar eru opnar, öll velkomin og þátttaka ókeypis.

 

Viðburður á Facebook.

 

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is