Hver er að telja?

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska
Spjall og umræður

Hver er að telja? | Innflytjendur

Miðvikudagur 9. október 2024

Íslenskt þjóðfélag hefur breyst mikið á seinustu árum og uppruni íbúa landsins orðið fjölbreyttari. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara breytinga og oft eru umræður drifnar áfram af fyrirfram gefnum hugmyndum um íslenskt samfélag. Á þessum fundi munum við leggja hugmyndir okkar til hliðar og skoða þjóðfélagsbreytingar með hliðsjón af áreiðanlegum gögnum er varða hlutfall innflytjenda af heildarfjölda íbúa.

Við skoðum og ræðum hvernig við mælum þjóðfélagsbreytingar og lærum að finna gögn sem gætu svarað spurningum okkar um þessi mál.

Viðburður á Facebook

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.

Hver er að telja? er viðburðaröð Hagstofu Íslands og Borgarbókasafnsins um gagnalæsi og miðlunarleiðir í anda Greindu betur.

Frekari upplýsingar veitir:
Arndís Vilhjálmsdóttir
greindubetur@hagstofa.is