Mynd af bókasafninu í Klébergi, bókaskápar með bókum, borð fyrir miðju með stólum í kring og pottablóm á borðinu
Borgarbókasafnið Klébergi

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Spjall og umræður

Borgarbókasafnið Klébergi opnar á Kjalarnesi

Fimmtudagur 25. maí 2023

Fimmtudaginn 25. maí 2023 klukkan 16:00 opnar nýtt bókasafn á Kjalarnesi, Borgarbókasafnið Klébergi. 

Borgarbókasafnið Klébergi er allra nýjasta bókasafn Reykjavíkur og áttunda safn Borgarbókasafnsins. Bókasafnið er lítið og notalegt en stútfullt af fjölbreyttum safnkosti fyrir alla aldurshópa. Þar er til dæmis nokkuð af bókum á pólsku en eins er alltaf hægt að panta bækur frá öðrum söfnum Borgarbókasafnsins og fá þær sendar í Kléberg. Safnið er sameiginlegt skóla- og almenningsbókasafn og er öllum velkomið að nýta aðstöðuna, eins og hvert vill – til að dvelja, hitta fólk eða lesa í rólegheitunum. 

Bókasafnið er opið tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga frá klukkan 14:00 til 18:00.

Bókasafnið er til húsa í Klébergsskóla við Kollagrund 2-6. Gengið er um aðalinngang Klébergsskóla, eins er hægt að ganga inn um inngang sunnan megin við húsið við Klébergslaug. Bílastæði eru bæði fyrir framan húsið og við sundlaugina. Aðkoma fyrir fatlaða að húsinu er ágæt. Hjólastæði eru nálægt inngangi. Við hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó.

Viðburður á Facebook.

Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við:
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is

Merki