Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Aðgengi að vinnumarkaði | Torgið

Þriðjudagur 21. september 2021

Geturðu sagt mér hvar vinnumarkaðurinn er? Týnist þú í upplýsingaflæði hversdagsins eða finnst þér þú ekki hafa aðgengi að þeim upplýsingum sem þú þarft á að halda?

Á Torginu í Grófinni fer fram opið samtal um þær upplýsingar sem þarf til að fóta sig á vinnumarkaðnum – sem manneskja í atvinnuleit, ný á vinnumarkaðnum, kannski með draum um að verða sjálfstætt starfandi eða í leit að skemmtilegum atvinnuveitanda.

Í samstarfi við New in Iceland finnum við staðina sem geyma þekkingu um vinnumarkaðinn. Við ræðum hvernig við náum skilningi á nýjum aðstæðum og hvaða möguleika við höfum til að skilgreina hlutverk okkar í samfélaginu.

 

Samtalið er opið öllum, til að hlusta og taka þátt. Kíktu við, þú gæti uppgötvað eitthvað nýtt. 

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.  

 

Viðburðurinn á Facebook.

New in Iceland má kynna sér frekar hér.

 

Ef þú er með eigið málefni sem þig langar að ræða á bókasafninu, þá erum við opin fyrir nýjum hugmyndum. 

 

Frekari upplýsingar

Dögg Sigmarsdóttir | Verkefnastjóri borgaraleg þátttaka
dogg.sigmasdottir@reykjavik.is