Ljósmynd: Karl Petersson
Ljósmynd: Karl Petersson

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Staður
Facebook
Hópur
Fullorðnir
Netviðburðir

Netviðburður | Ofurfæða úr fjörunni

Laugardagur 8. maí 2021

Það er fátt skemmtilegra en að bregða sér í fjöruferð með fjölskyldunni. Margir hafa fyrir hefð að týna fallega steina og skeljar, aðrir finna sér krækling í matinn en sennilega eru færri sem þekkja og nýta þörunga til matargerðar. Mikil vakning hefur þó orðið á þessu sviði, ekki síst meðal matreiðslumanna sem leggja metnað sinn í að nýta hráefni úr nærumhverfi sínu.

Í lífsstílskaffinu, sem að þessu sinni fer fram HÉR í streymi á Facebook síðu safnsins, fer Eydís Mary Jónsdóttir með okkur í ímyndaða fjöruferð og kynnir okkur leyndardóma íslenskra matþörunga. Hún fræðir okkur um það af hverju þörungar eru frábært hráefni í matargerð, hverjar eru helstu tegundir matþörunga sem vaxa við Ísland, hvar þeir vaxa og hvernig best er að nýta þá á sjálfbæran hátt, ásamt því að fara yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga áður en haldið er í fjörumó.

Það er því einkar áhugavert fyrir leikmenn að blaða í gegnum bókina Íslenskir matþörungar – Ofurfæða úr fjörunni þar sem fjórir fagmenn, hver á sínu sviði, leggja til efni í bókina sem myndar skemmtilega og áhugaverða heild. Eydís Mary Jónsdóttir umhverfisfræðingur fræðir okkur um einstakt næringargildi þörunga og hvernig þeir hafa verið nýttir til matar í sögulegu samhengi og hvernig við erum að enduruppgötva mikilvægi þeirra í fæðukeðjunni. Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumaður, töfrar fram spennandi uppskriftir með fallegum ljósmyndum eftir Karl Petersson. Um ritstjórn og textagerð sér Silja Dögg Gunnarsdóttir sagnfræðingur sem unnið hefur um árabil við fjölmiðla og ritstjórn.

Eydís Mary, sem einnig er frumkvöðull í nýtingu þörunga, vinnur nú að þróun snyrtivörulínu, með húð- og hárvörum úr hrossaþaraþykkni, undir merkjum Zeto. Hún mun gefa okkur innsýn í þær áskoranir sem blasa við sprotafyrirtækjum á Íslandi í dag.

Sjá upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veita:

María Þórðardóttir
maria.thordardottir@reykjavik.is | s. 411 6160

Bækur og annað efni