Borgarbókasafnið Grófinni Jazz í hádeginu Leifur Gunnarsson og Þorgrímur Jónsson spila saman á tvo kontrabassa
Leifur Gunnarsson og Þorgrímur Jónsson spila saman á tvo kontrabassa

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Hópur
Fyrir alla
Netviðburðir
Tónlist

Jazz í hádeginu í streymi I Djúpir tónar jazzins

Föstudagur 20. nóvember 2020

Jazz í hádeginu verður streymt á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins.

Þorgrímur Jónsson og Leifur Gunnarsson - Djúpir tónar jazzins

Á næstu tónleikasyrpu Jazz í hádeginu fáum við að njóta hljóðfæraskipan  sem sjaldan heyrist en þá ætla bassaleikararnir Þorgrímur Jónsson og Leifur Gunnarsson að leiða saman hesta sína og flytja gestum nokkra húsganga útsetta fyrir tvo kontrabassa. Ólafur Jónsson saxafónleikari leikur með í nokkrum lögum. 

Þorgrímur lauk burfararprófi af jassbraut tónlistarskóla FÍH vorið 2001. Hann fór í framhaldsnám í Haag, Hollandi og lauk B.M. gráðu þar 2006. Hann er einn af eftirsóttari meðleikurum um þessar mundir og hefur leikið inn á fjölda hljóðrita. Árið 2017 sendi hann frá sér sólóplötuna Constant Movement sem var valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum í flokki jazz og blús.

Leifur Gunnarsson er gestgjafi og húsbassaleikari tónleikaraðarinnar.
Viðburður á facebook 
Verið öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur.
Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar:
Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com

Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | S: 4116122