Femínískar bækur
Femínískar bækur

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Bókaspjall | Femínískar bækur

Mánudagur 10. febrúar 2020

Hefur þú lesið bók um femínísma?
Eða bók með sterkri kvenhetju?
Eða bók eftir konu?
Eða bók um konur?
Komdu þá á bókaspjallið og mæltu með (eða varaðu við) bókinni og fáðu hugmyndir að nýju lesefni.

Bókaspjall. Opinn umræðuhópur um bækur.
Eitt þema verður tekið fyrir hverju sinni og ekki þarf að mæta í öll skiptin.
Við hittumst venjulega annan mánudag í mánuði á 2. hæð á Borgarbókasafninu í Spöng.
Næst hittumst við 9. mars og tökum fyrir sígildar barnabækur.
Þar á eftir 4. maí og spjöllum um íslenskar skáldsögur.

Engin skráning, ókeypis þátttaka og frítt kaffi í boði.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411-6230 og 411-6237

- - - Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook - - -