Bækur og gleraugu
Bækur og gleraugu

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Leshringur | Hvunndagshetjan

Fimmtudagur 16. janúar 2020

Í janúar ræðum við Hvunndagshetjuna, þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, klassíska og drepfyndna bók Auðar Haralds. Flestir á miðjum aldri hafa kannski lesið hana en þá er kjörið að rifja hana upp í skammdeginu.

Leshringurinn Sólkringlan hittist annan eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Vorið 2020 lesum við bækur sem þykja gjörsamlega ómissandi, höfundana sem er alltaf verið að mæla með en þú hefur enn ekki komist til að lesa.

Bækur og annað efni