Valgeir Skagfjörð er leikari, leikstjóri og tónlistarmaður. Hann hefur spriklað í leikhúsi og í tónlistarheiminum frá unga aldri. Hann á að baki margar leiksýningar sem leikstjóri, leikari og höfundur. Hér flytur hann tónlist, sögur og ljóð
Valgeir Skagfjörð

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Kaffistundir
Tónlist

Sagnakaffi | Söngvar, ljóð og lausamál

Miðvikudagur 12. febrúar 2020

Valgeir Skagfjörð er leikari, leikstjóri og tónlistarmaður. Hann hefur spriklað í leikhúsi og í tónlistarheiminum frá unga aldri. Hann á að baki margar leiksýningar sem leikstjóri, leikari og höfundur. Hann semur líka tónlist og sögur og ljóð. Hann bregður sér í allra kvikinda líki þegar sá gállinn er á honum og að þessu sinni ætlar hann að bregða yfir sig kápu söngvaskáldsins og flytja lög, ljóð og lausamál fyrir gesti og gangandi.

Þetta verður ferðalag um persónulegar lendur, endurminningar og dýrmæta reynslu sem hafa mótað lífssýn og viðhorf hans.  Einlæg, opinská og húmorísk nálgun á hversdagslífið og tilveruna í bland við hina bráðnauðsynlegu þjáningu listamannsins á vegferð hans til andlegs og persónlegs þroska.
Á efnisskránni verða lög og ljóð og lausamál úr smiðju hans sjálfs og annarra sem hafa haft áhrif á hann. Ef fyrst og síðast þá mun hann mæta áheyrendum á sinn hátt.  Hugguleg og nærandi kvöldstund í vændum. 

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu.

 Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718