Bakhlið á konu sem er að vinna í vínylskera

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
+16 ára
Liðnir viðburðir

Vínylskerasmiðja | Fullorðnir

Mánudagur 23. október 2023

Langar þig að læra að útbúa þína eigin vegglímmiða, sandblástursfilmu í gluggana eða merkingar fyrir brúsann, símann eða þurrvöruboxin?

Boðið verður upp á að prenta límmiða í ýmsum litum til að líma á vegg eða annað yfirborð. Auk þess verður boðið upp á að prenta límmiða með sandblásinni áferð til að líma í glugga.

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur á safninu, verður þátttakendum innan handar.

Vínylskerinn sem við notum í smiðjunni heitir Silhouette Cameo en hann tengist við tölvu í gegnum forritið Silhouette Studios. Bókasafnið verður með 2-3 tölvur til umráða þannig að þátttakendur þurfa ekki að koma með neitt með sér. Þó er velkomið að taka með sér fartölvu og hlaða niður forritinu fyrirfram. Hægt er að hlaða forritinu niður hér: https://www.silhouetteamerica.com/software

Einnig getur verið sniðugt að taka með sér þann hlut sem límmiðinn á að fara á. Ef límmiðinn á að fara á vegg eða í glugga er gott að mæla fyrirfram. Athugið að stærð vínylsins er 30x30cm.
 

Smiðjan er ætluð fullorðnum en börn eru velkomin í fylgd foreldris eða forráðamanns.

Skráning er hafin neðar á þessari síðu.

Viðburður á Facebook.

 

Hér má sjá nokkur dæmi um límmiða sem hafa verið gerðir í vínylskeranum:

Þurrvörubox með merkingum, t.d. HveitiÞurrvörubox

Merktar svartar ruslatunnur með silfurlituðu letri, pappír og plastRuslatunnur

Merkt box með áletruninni "Kaffi"Kaffi

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is