Liðnir viðburðir
Verkstæðin | Minecraft smiðja | 8-12 ára
Laugardagur 5. febrúar 2022
Ertu Minecraft-snillingur eða ertu rétt að byrja?
Minecraft tölvuleikurinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda í gegnum árin, unnið til verðlauna og jafnvel verið talinn meðal bestu tölvuleikja allra tíma! Sérfræðingur frá Skema í Háskólanum í Reykjavík mætir á staðinn, kennir okkur öll bestu trixin í gerð Minecraft-heima og leiðir okkur inn í spennandi sköpun í tölvunni.
Smiðjan hentar best fyrir 8-12 ára.
Námskeið er ókeypis en plássið takmarkað og því er nauðsynlegt að skrá börnin. Opnað verður fyrir skráningu í janúar hér að neðan.
Nánari upplýsingar veitir:
Justyna Irena Wilczynska, deildarbókavörður
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is