Uppskeruhátíð sumarlestursins
Eftir ævintýralegt sumar í ævintýraheimum barnabókanna þá kveðjum við sumarið með stæl og verðlaunum heppna lestrarlandkönnuði sumarlestursins. Lestrarhesturinn Sleipnir verður með okkur og sér um að afhenda verðlaunin.
Eftir að við höfum séð hvaða heppnu krakkar fá vinning koma trúðarnir Silly Suzy og Momo og skemmta okkur.
Þau sem hafa safnað öllum 8 límmiðunum fá þátttökumiða fyrir sumarlestarpottinn á næsta Borgarbókasafni en síðasti séns til að skila inn miða er 18. ágúst til að eiga möguleika að vera dreginn út í pottinum. Verður þú heppni þátttakandinn sem verður dreginn út og færð vinning á uppskeruhátíðinni?
Komið og fagnið með okkur!
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is