Listaverk eftir listafólkið Lingam K og María Esthela
Listaverk eftir Lingam K og María Esthela

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Sýning | Kristallinn er ekki hér

Fimmtudagur 8. júní 2023 - Fimmtudagur 22. júní 2023

Sýningaropnun kl. 16 fimmtudaginn 8. júní. 

Lingam K & Maria Esthela, gestalistamenn hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM), kynna til leiks sýninguna Kristallinn er ekki hér, sem haldin er á Borgarbókasafninu Spönginni.

 

Á sýningunni verða meðal annars seríur af sólmyndum (cyanotypes) og járnskúlptúrum, en verkin eru unnin erlendis og á Korpúlfsstöðum, þar sem þau Lingam og Maria eru með gestavinnustofu.

Í verkum sínum sækja þau í íslenskan efnivið og skoða sérstaklega sjónræna eiginleika efnis sem fengið er úr náttúrunni og hvernig ljós og skuggar vinna með efnisvalinu.

Kristallinn er ekki hér, gefur okkur innsýn inn í hverfulleika fíngerðs lífs í gegnum linsu og ljós.
----

Lingam K hefur sérstakan áhuga á sundrun tímans og ósögðum sögum. Hann fangar augnablik með því að vefa saman og túlka djúpar og ríkulegar sögur, sem birtast áhorfandanum svo sem tímabundið vegglistaverk.

Í gegnum ljósmyndir sínar tekur hann á sig hlutverk sjónræns mannfræðings, skoðar og rannsakar menningu, menningararf og jökulfyrirbæri.

Lingam notast við tækni sem kallast á ensku cyanotype. Þetta er 19. aldar ljósmyndatækni þar sem sólarljós framkallar myndir á bláan pappír. Með þessari tækni fangar Lingam dýpt, áferð og tíma. Ljósnæm sölt cyanotype pappírsins mynda kröftug form og línur sem minna á fegurð, kyrrð og depurð jökulsins.

----

María Esthela frá Honduras og Kanada, er sjálflærð í myndlist. Hún notast við rannsóknir, hugleiðslu, hreyfingu og þversagnir í listsköpun sinni. Verk hennar eru mótuð af menningu hennar og reynslu af einhverfu. Hún blandar saman litrófinu á milli hins óskilgreinda, afstæða og fáránlega.

Hún hefur þróað með sér óhlutstætt tungumál sem tengir saman ýmis mynstur fengin úr vísindum, heimspeki, náttúrunni og því óþekkta. Með verkum sínum leitar hún eftir því að kalla fram tilfinningalegt þyngdarafl og líkamlegt þyngdarleysi, með því að teikna spyrjandi línur sem stíga yfir mörk skynseminnar.

 

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir: 
Sigríður Steinunn Stephensen 
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is |  411 6230

Merki