Liðnir viðburðir
Smiðja | Undur náttúrunnar
Laugardagur 20. febrúar 2021 - Sunnudagur 21. febrúar 2021
Unnið verður með fjölbreyttan efnivið sem gefur þátttakendur tækifæri til að rannsaka hið smáa í náttúrunni og velta fyrir sér þeim áhrifum sem við höfum á lífríkið í kringum okkur
Í rýminu verða 8 stöðvar sem þátttakendur geta farið á milli. Miðað er við að hver stöð taki um 15 mínútur. Sótthreinsað verður á milli þátttakenda.
Í listasmiðjunni vinnum við með undur náttúrunnar á fjölbreyttan hátt í myndlist. Það eru fimm kennarar Ásthildur Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Ellen Gunnarsdóttir, Ida Harris og Elís Stephen.
Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á astajons@gmail.com Því einungis 20 þátttakendur geta tekið þátt í hverju tímabili.