Liðnir viðburðir
Smásmiðja | Hrollvekjandi hljóðhönnun
Mánudagur 23. október 2023
Opnir aðstoðartímar verða haldnir í tónlistar- og myndvinnsluverinu í Grófinni annan hvern mánudag milli klukkan 15:00-16:00.
Í tímunum sem kallast Smásmiðjur verður farið yfir ákveðin tækniatriði hverju sinni, sem tengist mynd-, tónlistar- eða hljóðvinnslu.
Eftir tímann verður starfsfólk til staðar til að aðstoða með hvað sem er til klukkan 18:00.
Dagskrá haustmisseris er sem segir:
9. október | Að klippa saman vídeó – Grunnatriði í Final Cut Pro
23. október | Hrollvekjandi hljóðhönnun í tilefni hrekkjavökunnar
6. nóvember | Hönnun í þrívíddarteikniforriti fyrir þrívíddarprentarann
(Vikuna eftir verður tekið á móti þeim sem vilja prenta út afraksturinn)
20. nóvember | Að búa til takt í Logic Pro tónlistarforritinu
4. desember | Að nota grænskjá í Final Cut Pro