Opið samtal | Upplýsingaóreiða og velsældarlæsi
Gagna- og upplýsingalæsi almennings er sífellt að verða mikilvægari færni samfara aukinni upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum almennt. Hagstofan er í þeirri einstöku stöðu hafa það hlutverk að miðla áreiðanlegum upplýsingum um hagfélagsleg málefni. En hvernig nýtast þær okkur í daglegu lífi? Gætum við eflt læsi okkar á stöðu samfélagsins og hver þróun hagsældar er?
Við bjóðum í Opið samtal við sérfræðinga frá Hagstofunni sem hafa hug á að þróa nýtt verkefni sem talar til almennings og eflir læsi á líf okkar í tölum. Hvernig gætu félagasamtök og stofnanir nýtt almenningsrými bókasafnsins til að ná til breiðs hóps?
Þær hagtölur sem Hagstofa gefur út, eru tölur sem hjálpa okkur að vita hvernig lífið er á Íslandi í samanburði við önnur lönd, stjórnvöldum að taka ákvarðanir og almenningi hvernig stjórnvöld eru að standa sig. Hagtölur gefa þannig mikilvægar upplýsingar um hagsæld og stöðu samfélagsins í nútíð og fortíð og geta gefið vísbendingar um hvað muni líklega gerast á ákveðnum sviðum í framtíðinni. Þær eru því einn af hornsteinum borgaralegs samfélags og þátttöku og heilbrigðs lýðræðis.
Öll velkomin.
Þátttaka ókeypis.
Frekari upplýsingar um Opið samtal veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is