Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Opið samtal | Reynsla táknmálshafa af skólastarfi

Sunnudagur 11. febrúar 2024

Eyrún Ólafsdóttir segir frá sinni reynslu sem fyrrverandi nemandi og núverandi kennari í grunnskóla. Hvernig upplifði hún skólastarfið sem málhafi táknmáls - bæði sem nemandi á yngri árum og svo síðar sem kennari í grunnskóla? Endilega komið og eigið með okkur notalegt spjall um stöðu táknmáls og upplifun táknmálshafa af grunnskólastarfi. Hverju þyrfti að breyta og hvernig komumst við nær draumastöðu?

Efni Opins samtals er unnið í samstarfi við Málnefnd um íslenskt táknmál í tilefni af degi íslensk táknmáls 11. febrúar 2024

Táknmálstúlkur er á staðnum og miðlar til viðstaddra sem eru ekki málhafar táknmáls.

Viðburður á Facebook

Öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is