
Um þennan viðburð
Netviðburður | Beint á ská: Kreppan mikla - Jazztónleikar
Við bjóðum þér og þínum á tónleika hér á Facebook!
www.facebook.com/Borgarbokasafnid/live
Beint á ská er tónleikaröð sem Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari stendur fyrir í samvinnu við Borgarbókasafnið og Tónlistarsjóð. Tónleikarnir eru sjálfstætt framhald af tónleikaröðinni Jazz í hádeginu sem notið hefur mikilla vinsælda.
Á næstu tónleikum koma fram þeir Haukur Gröndal á saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Þeir flytja okkur lög sem öll hafa tengingu við kreppuna miklu og eru samin á árunum 1929-1939. Hér er viðburðurinn á Facebook.
Í hverjum mánuði stendur safnið fyrir tónlistartengdum viðburðum, bæði fyrir börn og fullorðna. Safnið er orðið fastur viðkomustaður fyrir jazzunnendur í Reykjavík, enda haldið tónleikaröðinni Jazz í hádeginu gangandi í 5 ár í samvinnu við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara.
Nú þegar atvinnuöryggi tónlistarflytjenda er ótryggt langar okkur að standa fyrir einskonar sérútgáfu af hádegisjazzinum. Hér viljum við nýta það góða og rótgróna starf sem við búum að og nýjustu tækni í miðlun til að koma viðburðum til skila, ekki bara til fastagesta safnsins heldur til allra Íslendinga.
Þetta verkefni er sett af stað sem atvinnuskapandi verkefni fyrir listafólk vegna Covid 19.
Hér má sjá fyrstu tónleika Beint á ská
Sjá nánar um tónlistarmennina:
Haukur Gröndal
Nánari upplýsingar:
Leifur Gunnarsson: 8689048
leifurgunnarsson@gmail.com
Hólmfríður Ólafsdóttir: 8681851
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is