Liðnir viðburðir
NaNoWriMo - opið ritsmíðaverkstæði
Laugardagur 4. nóvember 2023
Opið ritsmíðaverkstæði í nóvember í tilefni af NaNoWriMo.
NaNoWriMo stendur fyrir National Novel Writing Month, en yfir þrjátíu daga tímabil reyna upprennandi rithöfundar að skrifa 50.000 orða handrit að skáldsögu.
Verið velkomin að hittast og spjalla um eigin skrif, sækja innblástur í önnur skáld eða jafnvel glugga í nokkrar bækur á bókasafninu!
NaNoWriMo á sér stað alla laugardaga í nóvembermánuði.
Við hittumst á 5. hæðinni í Grófinni.
Öll sem hafa áhuga á skrifum eru velkomin.
Þátttaka ókeypis.
Upplýsingar um NaNoWriMo:
Birgir Rypkema
biggirypper88@gmail.com
Frekari upplýsingar um opin rými tileinkuð samsköpun:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is