
Um þennan viðburð
Leikhúskaffi | Tu jest za drogo
Polski poniżej.
Borgarbókasafnið í Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu.
Ólafur Ásgeirsson höfundur og leikari og Aleksandra Skolozynska segja gestum frá verkinu Tu jest za drogo á Borgarbóksafninu í Kringlunni en sýningin mun öll fara fram á pólsku, með textun í boði fyrir íslensku- og enskumælandi áhorfendur. Í kjölfar kynningarinnar verður rölt yfir í leikhúsið þar sem leikmynd leikritsins og önnur umgjörð verður skoðuð. Í lokin býðst þátttakendum 10% afsláttur á miðum á sýninguna.
Viðburðurinn er ókeypis, allir velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavikis | s. 411 6204
---
Ólafur Ásgeirsson, aktor i autor, razem z Aleksandrą Skołożyńską, aktorką powiedzą kilka słów na temat spektaklu “Tu jest za drogo” w Bibliotece Publicznej w Kringlanie (Borgarbókasafnið Kringlan). Po przemówieniu przejdziemy razem do teatru Borgarleikhúsið, gdzie pokażą scenografię i odpowiedzą na wszystkie pytania dotyczące spektaklu. Każdy z uczestników otrzyma możliwość zakupu biletów z 10% zniżką.
Serdecznie zapraszamy.
Dalsza informacja:
Guttormur Þorsteinsson, bibliotekarz
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204