
Um þennan viðburð
Kyrrðarkvöld | Flot, hóphljóðbað og slökun
Þráir þú frið og ró?
Komdu þá til okkar á Kyrrðarkvöld.
Ljósin verða dempuð á safninu og róleg tónlist fær að óma.
Í samstarfi við Dalslaug og Flothettu verður boðið upp á flot í innilauginni. Í floti upplifa þátttakendur heilandi stund saman í tímaleysi umlukin vatni. Djúp slökun og friðsæld í líkama, huga og sál.
Á meðan á flotinu stendur verður einnig hægt að fara í leidda slökun í salnum fyrir þau sem það kjósa.
Eftir flotið og slökunina verður boðið upp á hóphljóðbað í salnum með náttúruþerapistanum Jacek Szeloch. Í hóphljóðbaðinu notast Jacek við nepalska hljóðheilunartækni sem gengur út á að spila á söngskálar sem gefa frá sér titring. Hljóðheilunin kemur líkamanum í djúpt og heilandi slökunarástand.
Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn og njóta.
Dagskrá:
kl. 19:00 Flot í Dalslaug, mætið tímanlega, 20 pláss í boði, flotbúnaður afhentur í afgreiðslu. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
kl. 19:00 Slökun í sal, dýnur á staðnum
kl. 20:30 Hóphljóðbað í sal, dýnur á staðnum
Vefsíða Flothettu.
Vefsíða Jaceks, Wellsprings.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is