
Um þennan viðburð
Kvöldganga um slóðir Braga Ólafssonar
Taflmenn, sögumenn, misindismenn
Flest skáldverk Braga Ólafssonar eiga það sameiginlegt að gerast á kunnuglegum slóðum í Reykjavík. Í þessari göngu verður fetað í fótspor ýmissa persóna úr bókum hans. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur og Guðrún Lára Pétursdóttir bókmenntafræðingur ganga með gestum um söguslóðir í vesturbænum og staldra við hús, glugga, götur og undirgöng sem leika mikilvægt hlutverk í skáldsögum, smásögum og ljóðum. Hvaðan kemur draugurinn á fjórðu hæð til hægri? Hver hefur lokað sig inni í unglingaherberginu? Og hvar er fjöruborð einmanaleikans?
Gangan hentar bæði eldheitum aðdáendum og nýjum lesendum og hefst við gömlu loftskeytastöðins, Brynjólfsgötu 5 (við hlið Veraldar, húss Vigdísar).
Kvöldgangan er eins konar upptaktur að ritþingi um Braga Ólafsson sem haldið verður í Borgarbókasafninu Gerðubergi 17. október 2020.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð á vegum Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir.
Hægt er að sjá yfirlit yfir kvöldgöngur sumarsins hér.
Frekari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | s. 411 6115