Borgarbókasafnið Spönginni Tómas Jónsson Leifur Gunnarsson Jazz í hádeginu
Jazz í hádeginu með Tómasi Jónssyni og hljómsveit

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Jazz í hádeginu I Ellington og Jónsson

Fimmtudagur 9. janúar 2020

Borgarbókasafnið Grófinni 9. janúar kl. 12.15-13.00, 
Borgarbókasafnið  Gerðubergi 10. janúar kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið  Spönginni 11. janúar kl. 13.15-14.00.

Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook

Tónleikaröðin Jazz í hádeginu hefur árið 2020 á tónleikum þar sem Tómas Jónsson heiðrar minningu Duke Ellington, en Ellington var hljómsveitastjóri og lagasmiður og eftir hann liggja um 3000 lög. Á tónleikunum mun Tómas ásamt hljómsveit flytja nokkrar af helstu perlum Ellingtons í bland við eigin verk.

Tómas mun leika á Farifisa orgel á fimmtudags- og laugardags- tónleikunum, en notast við flygil á föstudeginum. Honum til halds og trausts verða þeir Magnús Trygvason Elíassen á slagverk og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.

Tómas Jónsson er einn eftirsóttasti píanó- og hljómborðsleiki á Íslandi um þessar mundir. Hann lauk námi í tónlistarskóla FÍH 2012 og hefur gefið út eina plötu í sínu nafni sem var tilnefnd sem plata ársins í opnum tónlistarflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2017. Tómas er meðlimur í hljómsveitinni AdHd auk þess að spila með Jónasi Sigurðssyni og Júníusi Meyvant svo fátt eitt sé nefnt.

Magnús Tryggvason Eliassen hefur spilað tónlist frá 8 ára aldri. Hann stundaði nám við tónlistarskóla FÍH frá árinu 2004 til 2010 og var einnig í skiptinámi eitt ár í NTNU í Þrándheimi. Undanfarin ár hefur Magnús verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og unnið með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum s.s. Eyþóri Gunnarssyni, Ellen Kristjánsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Tómasi R. Einarssyni, Sigríði Thorlacius, Steingrími Karli Teague, hljómsveitunum ADHD (sem fékk íslensku tónlistarverðlaunin 2009 fyrir samnefnda plötu), Amiinu, Sin Fang, K-tríó, Moses Hightower, Múm o.fl.
Magnús hefur einnig tekið þátt í Young Nordic Jazz Comets keppninni fjórum sinnum og tvisvar verið í vinningshljómsveitum, K-tríó og Reginfirra.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 
Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is I 4116114

 

Bækur og annað efni