Janosch Kratz skapar samtal í Stofunni

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Janosch hefur samtal | Stofan - A Public Living Room

Miðvikudagur 29. september 2021 - Þriðjudagur 5. október 2021

Janosch Bela Kratz hóf fyrsta samtalið í sinni eigin útgáfu af Stofunni | A Public Living Room 28. september, sem nú ómar í rýminu og býður notendum að setjast og halda samtalinu áfram eða hefja nýtt.
Janosch lýsir sinni hönnun á Stofunni svo:

Í þessari fyrstu útgáfu Stofunnar langar mig að halda áfram með rannsóknir mínar á erlendum samfélögum á Íslandi, menningararfleifð þeirra og mikilvægi. Ég mun flétta inn þáttum úr útskriftarverkefni mínu úr meistaranámi í hönnun við LHÍ, til að glæða samtalið lífi. Við skoðum sérstaklega Facebook-hópinn Away from home - living in Iceland, sem er lokaður hópur með meira en 21.000 meðlimum sem hafa mismunandi bakgrunn. Efnistök hópsins eru vandasöm þegar kemur að stjórnmálaskoðunum, samskiptum um kynþátta- og þjóðernishyggju, en stendur eftir sem áður sem mikilvægt skjalasafn þekkingar um næstum allt sem mögulega myndi blasa við útlendingi á Íslandi.

Spennandi og ógnvænlegur staður, en mikilvægt að stofna til samtals.
Með samræðunum reyni ég að draga þetta samfélag fram í raunheima. Og spyrja spurninga eins og: Hvers vegna finnst fólki það þurfa að ræða efni eins og kynþáttahyggju í þessum hópi? Hvert er markmið þeirra? Hvað vill fólk frá hópnum og hvað er raunhæft að telja hópinn geta gefið? Er stýringin nægileg? Og er yfirhöfuð raunhæft að ætla að hafa stjórn á svo stórum hópi þar sem innleggin skipta hundruðum í viku hverri?

Allir sem hafa áhuga á þessum umræðum eru velkomnir að fá sér sæti, hlusta á samtal Janosch, verða hluti af því  eða hefja nýtt

Stofa Janosch er staðsett á annarri hæði í Grófinni.

Um Stofuna
Einu sinni í mánuði er Stofan | A Public Living Room opnuð af samstarfsaðila sem hefur hannað rýmið eftir sínu höfði. Opnun stofunnar hefst með samtali við aðila að eigin ósk.


Frekari upplýsingar um verkefnið veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjórn | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is