
Um þennan viðburð
FRESTAÐ | Fjörleg danssmiðja
Velkomin á fjölbreytta danssmiðju fyrir alla fjölskylduna. Smiðjan mun fara fram þrjá laugardaga í danssalnum í Gerðubergi.
Saman ætlum við að skoða alskonar dans-stíla og hreyfa okkur eftir skemmtilegri tónlist.
Komið með opnum huga, í þægilegum fötum og skóm og takið með ykkur vatnsflösku. Smiðjan er í tvær klukkustundir en allt í lagi er að stoppa skemur ef vill.
Umsjón með smiðjunni hefur nýsjálenski dansarinn Maxine Hagan, en hún hefur áralanga reynslu af danssmiðjum sem þessari.
Takið daginn frá:
21. mars kl. 13:00-15:00 - FRESTAÐ
18. apríl kl. 13:00-15:00
23. maí kl. 13:00 – 15:00
Umsjónarmaður smiðjunnar er Maxine Hagan.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi, s. 6980298
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is